Umfang sálræns ofbeldis vanmetið

Ofbeldi á börnum er algengara en margir halda. Tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað talsvert á umliðnum árum og voru um 20% allra tilkynninga á síðasta ári. Tilkynningum um sálrænt ofbeldi hefur fjölgað hvað mest. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir umfang andlegs skaða líklega meira en nokkurn geti grunað.

Árið 2004 bárust Barnaverndarstofu 804 tilkynningar vegna ofbeldis gagnvart barni eða 14,5% allra tilkynninga. Síðan hefur hlutfallið farið hratt hækkandi; árið 2006 var það 16,3% og 18,9% árið 2007. Tilkynningar um sálrænt ofbeldi voru 705 árið 2007 og voru þá 8,4% allra tilkynninga.

Mótast af heimilisofbeldi

Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar og slysavarnaráðs í gærmorgun voru ofbeldi og slys á börnum til umfjöllunar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði sálrænt ofbeldi gagnvart börnum vanmetinn þátt. Hún sagði það áður hafa verið frekar flokkað sem vanrækslu en fólk væri í auknum mæli að gera sér grein fyrir afleiðingunum.

Meðal þess sem flokkast undir sálrænt ofbeldi er þegar barn verður vitni að heimilisofbeldi án þess að verða fyrir ofbeldi sjálft. Börn sem búa við heimilisofbeldi mótast af því hvort sem þau verða fyrir því eða ekki. Steinunn segir of marga grunlausa fyrir áhrifum sem slíkt getur haft á börn. Þau eru t.a.m. líklegri til að sýna af sér áhættuhegðun þegar þau verða eldri.

68 börn í Kvennaathvarfi

Meðal þess sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum á þessum þáttum er að börnum sem alast upp á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað er 30-60% hættara að verða fyrir misbeitingu en þeim sem alast upp á ofbeldislausum heimilum.

Árið 2007 komu 68 börn með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið. Meðalaldur þeirra var fjögur ár – það yngsta nokkurra vikna gamalt – og 66% voru innan við sjö ára. Þar af höfðu tólf þeirra komið áður til dvalar. Sama ár hóf Barnaverndarstofa rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að í um 90% tilvika þar sem tilkynnt var ofbeldi gagnvart barni 12 ára og yngra lék grunur á að gerandinn væri foreldri eða forráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var hlutfallið hins vegar um fimmtíu prósent.

Vel fylgst með á bráðasviði

Í flestum tilvikum er um vægari mál að ræða, s.s. flengingar, en það er ekki algilt. Þess má geta að á árinu 2007 voru 170 tilkynningar til Barnaverndarstofu frá slysa- og bráðadeild Landspítala. Heilbrigðisstarfsmenn sendu alls á sjötta hundrað tilkynningar.

Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði, segir ofbeldi gegn börnum algengara en margan gruni. Stærsta vandamálið sé hugsanlega að heilbrigðisstarfsmenn séu góðhjartaðir og trúi því einfaldlega ekki upp á nokkurn mann að leggja hendur á barn. Hann segir að vel sé fylgst með áverkum á börnum og sérstaklega athugað hvort saga foreldra komi heim og saman við áverka. Einnig er það skoðað vel ef börn koma oft með áverka.

Er bannað að refsa barni sínu með flengingu?

Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem tekur af öll tvímæli.

Í frumvarpinu segir að foreldrum sé óheimilt að beita barn sitt andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, þ.m.t. andlegum eða líkamlegum refsingum. Þá feli forsjá í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Og hver verða viðurlögin við slíkum refsingum?

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi skal sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum eða annarri vanvirðandi háttsemi, hótunum eða ógnunum sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Löggildur Rafverktaki
Löggildur Rafverktaki getur tekið af sér auka verkefni. Upplýsingar í síma 6635...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...