Ævintýralegur flótti

Staður:  Sola-flugvöllur í Stafangri sem Þjóðverjar hafa hertekið.
Stund:  19. mars 1941 kl. 12:00.

Alexander Holle flugstjóri leggur af stað í Íslandsleiðangur á
yfirhlaðinni HE 111 flugvél við þriðja mann.  Vélin er troðfull af
bensíni.  Skyggni ágætt.

Ferðarbeiðandi:  Karl Dönitz flotaforingi og yfirmaður kafbátadeildar
þýska hersins.

Raunverulegur ferðarbeiðandi:  Adolf Hitler.

Staður:  Grindarskörð undir Lönguhlíð á Reykjanesi.
Stund:   19. mars 1941, kl. 14:17.

Yfirhlaðin flugvél, HE 111 með fjóra menn innanborðs brotlendir eftir
að á hanna er skotið úr loftvarnarbyrgi í Öskjuhlíð.  Mennirnir lifa,
sprengja flugvélina í tætlur, og leggja af stað.  Nú hefst flóttinn, -
flótt upp á líf eða dauða.

Guðbrandur Jónsson rekur æsispennandi sögu af ævintýralegri njósnaferð
Þjóðverja til Íslands í miðri seinni heimsstyrjöldinni í Lesbók Morgunblaðsins á morgun. Flóttinn bar þýsku hermennina milli bæja á Suðurlandi, til Reykjavíkur og Vestmannaeyja, og inn í hann flæktust meðal annarra lögreglustjórinn í Reykjavík og kaupfélagsstarfsmaður á Hellu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert