Grímsvötn á lista merkilegustu eldfjalla

Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur við Grímsvötn
Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur við Grímsvötn mbl.is/RAX

Grímsvötn eru í áttunda sæti á lista Discovery Channel yfir 10 merkilegustu eldfjöll allra tíma. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það verðskuldað.

„Ég er stoltur fyrir hönd okkar eldfjalla. Ég tel sæti Grímsvatna og Gjálpar alveg verðskuldað á þessum lista,“ sagði Magnús í viðtali við mbl.is.

Í fyrsta sæti eru Síberíuhraunaslétturnar. Þar gaus fyrir 250 milljónum ára og þá varð mesta eyðing lífs sem vitað er um í jarðsögunni. Í öðru sæti á listanum er Tambora í Indónesíu, Ólympusfjall á Mars er í þriðja sæti, Santorini í fjórða sæti og Ra Patera á Io, einu tungla Júpíters, í fimmta sæti.

Krakatau á Indónesíu er í sjötta sæti og Mauna Kea á Hawaii er í sjöunda sæti. Í níunda sæti á eftir Grímsvötnum er St. Helens í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Í tíunda sæti er Ontong-Java sem er neðansjávarhraunaslétta í Kyrrahafinu.

Topp 10 listi Discovery Channel

Magnús Tumi tók myndina af Grímsvötnum sem birtist með umfjöllun …
Magnús Tumi tók myndina af Grímsvötnum sem birtist með umfjöllun Discovery Channel. mbl.is/Magnús Tumi Guðmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert