Mistökin voru Sjálfstæðisflokksins

Landsfundargestir á fundi Sjálfstæðisflokksins.
Landsfundargestir á fundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Sjálfstæðisflokkurinn ber óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerð í landsstjórninni,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, þegar hann kynnti niðurstöður nefndarinnar á landsfundi flokksins.

Vilhjálmur lagði áherslu á að flokkurinn  bæðist afsökunar á mistökum sínum, enda hefði það endurspeglast í ræðu Geirs H. Haarde formanns. Hann lagði áherslu á að kjörnir meðlimir flokksins beittu sér ekki í bönkum og öðrum fyrirtækjum á vegum ríkisins.

Burt með fyrirgreiðslupólitíkina
„Við skulum segja hreint út að við afnemum fyrirgreiðslupólitík að þessu leyti,“ sagði Vilhjálmur.  Hann rifjaði upp fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á Alþingi til Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um hvort Össur hefði beitt sér fyrir fyrirgreiðslu handa Jóni Ólafssyni athafnamanni í bönkunum. Hann velti því fyrir sér hvað hefði vakað fyrir Siv með fyrirspurninni. Sagði að fyrirspurnin ein og sér endurspeglaði á hvaða stigi umræðan væri.

Vextirnir eru að kæfa fyrirtækin í landinu
Vilhjálmur sagði að störfum yrði ekki fjölgað með sköttum. Hann lagði líka áherslu á lækkun stýrivaxta og var harðorður á vaxtastefnu Seðlabankans. „Það er enginn heilbrigður rekstur sem þolir þá vexti sem eru á Íslandi í dag. Vextirnir eru að kæfa fyrirtækin í landinu. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið til þess að skapa atvinnu.“ Hann sagði að sátt þyrfti að nást um nýtingu orkuauðlinda og að passa þyrfti upp á að hagsmunum Íslands yrði fylgt eftir í samningum um loftslagsmál. Hann sagði að afnema þyrfti ýmsa mismunum í nýsköpunarkerfinu.

Vilhjálmur lagði áherslu á viðhorfsbreytingu í atvinnulífinu. Íslendingar þyrftu að þora á nýjan leik. Fyrirtæki þyrftu að sýna djörfung og þora að fjárfesta. „Það skiptir máli að við Íslendingar þorum,“ sagði Vilhjálmur.

Erlent eignarhald á bönkunum
Athygli vekur að í ályktun flokksins um endurreisnina er lögð áhersla á erlenda eignaraðild á bönkunum, en Vilhjálmur sjálfur hefur viðrað þessa hugmynd í fjölmiðlum.

Nefndin vill einnig að auknu fé verði varið til þess að að bæta ímynd Íslands erlendis og að utanríkisþjónustan einbeiti sér að þessu. Er talað um „markaðsfé“ í tillögum nefndarinnar en þær verða ekki skildar öðruvísi en að verið sé að vísa til skattfjár.  

Sjálfstæðurflokkurinn biðst afsökunar
Landsfundurinn samþykkti með miklum meirihluta greiddra atkvæða ályktun um endurreisn atvinnulífsins. Þar segir að rekja megi ýmsar ástæður fyrir áfallinu, þ.e hruns fjármálakerfisins, til stjórnvalda, hvort heldur til ríkisstjórnar, löggjafarvaldsins eða stofnana ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í ríkisstjórn og löngum í forystuhlutverki á uppgangstímanum og þegar áfallið varð. „Af því leiðir að Sjálfstæðisflokkurinn ber óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum.[...] Sjálfstæðisflokkurinn axlar ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur,“ segir í ályktuninni.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á eftirtalin atriði til þess að endurreisa íslenskt atvinnulíf og tryggja samkeppnishæfni þess: 

 1. Lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta
 2. Endurreisn bankakerfisins með erlendri eignaraðild og áherslu á heilbrigðan rekstur.
 3. Uppbygginu hlutabréfamarkaðar á grundvelli skynsemi, skilvirkni og gegnsæi.
 4. Skattalaga hvata til framtaks og vaxtar alþjóðlegra samkeppnishæfra fyrirtækja.
 5. Markaðsfé til kynningar á Íslandi sé forgangsraðað og utanríkisþjónustan einbeiti sér að því að bæta ímynd Íslands erlendis.
 6. Sátt verði um að nýta orkulindir og aðrar auðlindir þjóðarinnar út frá langtímasjónarmiðum henni til hagsbóta.
 7. Hagsmunum Íslands verði fylgt fast eftir í alþjóðlegum samningum um loftslagsmál m.a með framlengdum gildistíma íslenska ákvæðisins.
 8. Afnámi mismununar gagnvart hugmyndum sem ekki byggja á tækninýjungum innan stuðningskerfis nýsköpunar og áhersla lögð á verðmætasköpum vegna góðra hugmynda almennings jafnt og nýrrar tækni.
 9. Faglegri stjórnsýslu sem stendur við tímasetningar við afgreiðslu mála og eftirlitsstofnanir með markvissri forgangsröðun og virkri kostnaðarvitund fyrir samfélagið í heild.
 10. Sveitarfélög í nægilega stórum og hagkvæmum einingum sem eru ábyrg í fjármálum og nýta tekjur af eignasölu til niðurgreiðslu skulda og fjárfestinga en ekki til rekstrar.
 11. Uppbyggingu alþjóðlegra samkeppnishæfra fyrirtækja jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu sem eru virk í nýsköpun og atvinnusókn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...