42% kvenna hafa sætt ofbeldi

Nær helmingur kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi frá hendi …
Nær helmingur kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi frá hendi karlmanns. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhverju sinni frá 16 ára aldri. Ætla má að um 4.500 konur hafi sætt ofbeldi á síðustu tólf mánuðum.

Þetta eru meðal niðurstaðna viðamikillar könnunar á ofbeldi karla gegn konum sem Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands gerði og kynnt var á blaðamannafundi í dag. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan.

Alls svöruðu 2050 konur á aldrinum 18 - 80 ára könnuninni, sem gerð var í gegn um síma á tímabilinu september til desember 2008. Var það 68% svarhlutfall af 3000 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá.

Þá kemur fram að Um 22% kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Af þeim töldu 26% sig hafa verið í lífshættu þegar þær voru síðast beittar ofbeldinu en um 41% sögðu að sér hafi verið unnið líkamlegt mein.

Spurningakönnunin er gerð á alþjóðlegum grunni og sýnir samanburður við önnur lönd að fleiri konur eru beittar ofbeldi á Íslandi en t.d. í Póllandi, Hong Kong og Filippseyjum. Ofbeldi gegn konum er þó minna hérlendis en t.d. í Danmörku, Ástralíu, Tékklandi og Mosambík.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að íslenskar konur virðast yfirleitt ganga vel að koma sér úr ofbeldissamböndum. Þannig sögðu um 19% svarenda að þeir höfðu upplifað ofbeldi þar sem fyrrverandi maki var gerandi en einungis 5% svarenda höfðu upplifað ofbeldi í núverandi sambandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert