„Hættið þessu helvítis væli"

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir.

„Hættið svo þessu helvítis væli," sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og barði í ræðupúltið á þingfundi á Alþingi eftir miðnættið í nótt þegar henni blöskruðu langar ræður þingmanna Sjálfstæðisflokksins um mál sem voru á dagskrá. Árni Johnsen, þingmaður sjálfstæðismanna, hafði áður sungið í ræðustólum.

„Afsakaðu orðbragðið, virðulegur forseti," bætti Katrín við. Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, bað þingmenn í kjölfarið að  gæta orða sinna.

Ummælin féllu í umræðu um fundarstjórn forseta, sem hófst þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, gerði athugasemdir við að þingfundur stæði fram yfir miðnætti.

Fyrr um kvöldið beitti Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óvenjulegu ræðubragði í umræðu um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þegar hann brast í söng og fór með fyrsta erindi Laugardagskvelds. „Þetta yrði ekki leiðinleg kvikmynd sem hæfist á þessu erindi," sagði Árni. 

Ræða Katrínar Júlíusdóttur

Ræða Árna Johnsen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert