Framkvæmdir við samgöngumiðstöð geti hafist í ár

Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.
Kristján Möller og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu samkomulagið í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Kristján Möller samgönguráðherra undirrituðu í morgun minnisblað vegna undirbúnings framkvæmda við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Fram kemur í fréttatilkynningu að vonir standi til þess að framkvæmdir við fyrsta áfangann geti hafist á þessu ári.

Einnig var undirritað samkomulag um að skipa samráðsnefnd á vegum ríkis og Reykjavíkurborgar um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Þetta er búið að vera í talsvert langri vinnu á milli ríkis og borgar í langan tíma en nú er komið að því að setja tímaviðmið og fara að klára hlutina og okkur hjá Reykjavíkurborg finnst ótrúlega mikilvægt að gera það, sérstaklega við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi, að við getum tryggt þessa framkvæmd og hún hefjist, eins og samgönguráðherra hefur sagt, sem allra fyrst og vonandi á þessu ári,“ sagði Hanna Birna þegar minnisblaðið var undirritað.

„Ég tek heilshugar undir það sem borgarstjóri sagði, það er mikilvægt að geta gert þetta núna,“ sagði Kristján. „Þegar ég las gamalt samkomulag frá 2005 þá hugsaði ég með mér „Það var nú bara ágætt að þetta fór ekki í gang á 2007-tímanum“ og þá var kannski bara ágætt að þetta væri ekki komið lengra en núna vegna þess að nú erum við öll, fulltrúar hins opinbera, að leita að verkum til að setja í framkvæmd og skapa vinnu. Ekki veitir af á þessum erfiðleikatímum, sérstaklega hér á höfuðborgasvæðinu þar sem atvinnuleysið er mest. “

Fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar

Í minnisblaðinu kemur fram að framkvæmdir við samgöngumiðstöð eru mikilvægt innlegg opinberra aðila til að skapa atvinnu við núverandi efnahagsaðstæður. Hlutverk samgöngumiðstöðvar er mikilvægt, hvort sem innanlandsflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni eða ekki, enda er samgöngumiðstöð ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni til framtíðar. Gerðar hafa verið breytingar á samgöngumiðstöðinni og hún aðlöguð að breyttum efnahagsaðstæðum og færri farþegum en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun.

Flugstoðir ohf. munu reisa fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar. Staðsetning hennar verður í samræmi við svokallaðan austurvalkost, en unnið hefur verið að skipulagsmálum og fleiri þáttum honum tengdum í nokkurn tíma. Ríkið og Reykjavíkurborg munu hafa með sér makaskipti á lóðum þannig að ríkið afhendir Reykjavíkurborg jafn verðmætt land í eigu ríkisins gegn lóð Reykjavíkurborgar þar sem samgöngumiðstöð rís. Stefnt er að því að niðurstaða varðandi alla þætti liggi fyrir svo fljótt sem verða má þannig að framkvæmdir við fyrsta áfanga samgöngumiðstöðvar geti hafist á þessu ári.

„Ég á enga ósk heitara en að okkur takist að sigla þessu farsællega upp sem við ætlum okkur og við getum þá upplifað það í lok næsta árs að taka í notkum samgöngumiðstöð hér við Reykjavíkurflugvöll,“ sagði Kristján jafnframt á fundinum.

Í samræmi við minnisblað borgarstjóra og samgönguráðherra dags. 11. febrúar 2005 munu samgönguyfirvöld loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli en við það skapast svæði til annarra nota, meðal annars fyrir samgöngumiðstöð.  Í samræmi við sama minnisblað er ítrekað að samgönguráðherra og borgarstjóri eru sammála um að með byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni sé ekki verið að taka afstöðu til framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar

Borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu einnig undir samkomulag um samráðsnefnd um málefni Reykjavíkurflugvallar. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að vera samráðsvettvangur ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Nefndinni er sérstaklega ætlað að fylgja eftir þeim aðgerðum sem lagðar voru til af samráðsnefnd um skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir stjórn Helga Hallgrímssonar.


Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »

Frumkvöðlar í sviðsljósinu

Í gær, 20:34 Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti taka árlega þátt í fjölmörgum mismunandi verkefnum erlendis og næstu vikur og mánuði fara um 70 nemendur í námsheimsóknir, nemendaskiptaferðir og starfsþjálfun á erlendri grundu, að sögn Ágústu Unnar Gunnarsdóttur, kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa FB. Meira »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »
Kerra mjög lítið notuð.
Til sölu mjög lítið notuð Verð :85000.- uppl: 8691204....
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...