Hagstætt að ferðast til Íslands

Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum ...
Útlit er fyrir að Íslendingar verði áberandi á innlendum ferðamannastöðum í sumar mbl.is/RAX

Gengisþróun íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að samkeppnistaða Íslands í ferðaþjónustu hefur gjörbreyst. Ólíkt því sem áður var er Ísland nú orðið ódýrt í alþjóðlegum samanburði.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur íslenska krónan veikst um 46% gagnvart helstu gjaldmiðlum og stendur raungengið afar lágt sögulega séð sem gerir það að verkum að ferðamaðurinn sem heimsækir Ísland nú borgar talsvert minna fyrir vöru og þjónustu heldur en hann gerði í heimsókn sinni fyrir einu ári síðan, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Auk þess sem þessi mikli viðsnúningur verður til þess að stærri hópur fólks getur nú heimsótt Íslands heim hefur gengisþróunin einnig þau áhrif að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landsins versla meira en vísbendingar þess efnis hafa  komið fram í aukningu á endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

„Þrátt fyrir þessa gjörbreyttu samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegum ferðamannaiðnaði hefur þessi breyting enn ekki náð að hafa sýnileg áhrif á fjölda erlendra gesta sem sækja Ísland heim. Fyrstu þrjá mánuði ársins heimsóttu 62 þúsund erlendir ferðamenn Íslands sem er fækkun um 6,5% frá sama tímabili síðasta árs þegar 66.200 erlendir gestir komu til Íslands.

Búast má við að breyting verði á þessu í sumar þegar ferðamannatímabilið hefst af fullum krafti. Engu að síður þarf að taka með í reikninginn að efnahagsaðstæður margra nágrannaríkja okkar hafa versnað mikið undanfarið og eru nú slæmar víða sem mun hafa áhrif á ferðalög og vafalaust koma til með að draga úr þeim," að því er segir í Morgunkorni.

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að hluti þeirrar aukningar sem verður í innlendum ferðamannaiðnaði í sumar komi frá innlendum ferðamönnum. Vegna óhagstæðrar gengisþróunar og lágs raungengis fær hinn íslenski ferðamaður nú mun minna en áður fyrir krónur sínar í útlöndum.

„Þetta gæti orðið til þess að ferðalögum erlendis verði slegið á frest og innlent land lagt undir fót í staðinn enda fer best á að eyða íslensku krónunum hér heima eins og staðan er nú.

Ferðalög Íslendinga til útlanda hafa nú þegar dregist mikið saman á undanförnum mánuðum eða allt frá bankahruninu í október. Undanafarna sex mánuði hafa utanlandsferðir Íslendinga dregist saman um tæplega helming að meðaltali borið saman við sama mánuði árið áður.

Reyndar geta þeir Íslendingar sem ákveða að leggja land undir fót þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar gert sér ferðalagið ögn léttbærara með því að haga seglum eftir vindi og velja áfangastaði eftir gjaldmiðlum en krónan er ekki eini gjaldmiðilinn sem hefur verið að veikjast undanfarna mánuði í alþjóðlegu efnahagskreppunni.

Ferðalangar sem leggja af stað með ferðasjóð í krónum skyldu þannig íhuga að ef þeir fara til Japan og/eða Bandaríkjanna að  japanska jenið er nú 70% dýrara gagnvart íslensku krónunni en fyrir ári síðan og dollarinn er 65% dýrari. Þá er nú um það bil 40% dýrara að fara til landa sem nota evruna en fyrir ári síðan og pundið og norska krónan eru 30% dýrara nú en fyrir ári.

Enn er þó hægt að finna gjaldmiðla sem hægt er að kaupa fyrir krónur án þess að þær tapi nálægt helmingi virðis síns en pólska slottið er nú aðeins 12% dýrara en fyrir ári síðan en sömu sögu er að segja um margar myntir í Austur- Evrópu enda hafa þær líkt og íslenska krónan átt verulega undir högg að sækja í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu undanfarið," að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
Kerra til sölu, vel með farin
Létt og þægileg með sturtubúnaði, Easyline 105. kr. 65000.- Uppl. 8691204...
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...