Stjórnarskráin áfram á dagskrá

Alþingi Íslendinga.
Alþingi Íslendinga.

Þótt stjórnlagaþingið hafi verið slegið af, í bili a.m.k., er ekki þar með sagt að umræðum á Alþingi um stjórnarskránna sé lokið. Ákvæðið um stjórnlagaþingið var aðeins ein af fjórum stjórnarskárbreytingum sem ríkisstjórnin með fulltingi Framsóknarflokksins hugðist gera. Málið er enn á dagskrá.

Hinar breytingatillögurnar þrjár varða yfirráð yfir auðlindum, almennar kosningar um stjórnarskrárbreytingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, var einungis ákveðið að fresta umræðu um stjórnarskrármálið og er það enn á dagskrá þingsins. Hugsanlegt er að umræðum um það verði haldið áfram seint í kvöld og fram á nótt. Nú er hlé á umræðum á Alþingi til 21:15 eða á meðan borgarafundur fer fram í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert