Mótmæla við lögreglustöðina

Frá aðgerðum lögreglu við Vatnsstíg í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu við Vatnsstíg í morgun. mbl.is/Júlíus

Hópur fólks hefur safnast saman fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Vatnsstíg í morgun þar sem hústökufólk hafðist við. Húsið var rýmt og 22 voru handteknir. Lögreglan segir að um það bil 30 manns séu nú fyrir framan stöðina og að allt fari fram í ró og spekt.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru flestir að bíða eftir að þeir sem voru handteknir í morgun verði sleppt. Búið sé að sleppa flestum og búast megi við því að brátt verði allir lausir úr haldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert