Sextán handteknir

Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð.
Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð. mbl.is/Júlíus

Lögregla hefur leitt niður hústökufólkið sem var á annarri hæð Vatnsstígs 4. Notast var við gasúða til að vinna bug á fólkinu. Það var síðan fært í lögreglubíla og flutt af vettvangi. Með því hefur lögreglu tekist að rýma allt húsið. Enn er þó nokkuð mikill viðbúnaður á svæðinu. Allt í allt voru sextán handteknir

Lögreglumenn komu á staðinn fyrir klukkan átta í morgun. Eftir að hafa metið aðstæður fóru þeir bakdyramegin inn. Þeir þurftu að brjóta sér leið inn en hústökufólk hafði komið fyrir slagbrandi. Hústökufólkið kastaði m.a. ávöxtum, jógúrt og ýmsum lausamunum í lögregluna. Þrír voru handteknir strax fyrir að hlýða ekki fyrirmælum.

Töluverðan mannfjölda hefur dregið að til að fylgjast með aðgerðum lögreglunnar.

Um tuttugu manns settust fyrir framan við lögreglubíla en þeim var rutt burtu frekar auðveldlega, án átaka.

Lögreglumenn leiddu hústökufólkið út í bíla sína fyrir skömmu.
Lögreglumenn leiddu hústökufólkið út í bíla sína fyrir skömmu. mbl.is/Júlíus
mbl.is