Vaxtagreiðslur til eigenda jöklabréfa veikja krónuna

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Óstöðugleiki hefur einkennt viðskipti með íslensku krónuna undanfarin misseri. Krónan hefur veikst töluvert frá 1. febrúar eða sem nemur rúmlega 13 prósentum.

Þar vega þungt vaxtagreiðslur til eigenda jöklabréfa. Sérstaklega voru þær íþyngjandi í mars. Á sama tíma beitti Seðlabankinn sér lítið fyrir því að stuðla að styrkingu með inngripum á gjaldeyrismarkað. Í mars námu inngrip Seðlabanka Íslands um 200 milljónum en þau námu um 1,5 milljörðum í febrúar. Hinn 11. mars var gengisvísitalan 186 en hún hefur veikst umtalsvert undanfarin misseri og er nú rúmlega 220. Við eðlilegar aðstæður, sem svo sannarlega eru ekki fyrir hendi nú, hafa ýmsir áætlað að gengisvísitalan eigi að vera 130 til 150 stig.

Skuldir fyrirtækja í erlendri mynt hafa hækkað að undanförnu í krónum talið vegna veikingarinnar. Skuldastaða margra þeirra er slæm og hafa bankarnir í raun haldið í þeim lífi að undanförnu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »