Blómstrandi búð

Þjóðleg. Bragi Halldórsson og María Pétursdóttir, eigendur verslunarinnar Ranimosk við …
Þjóðleg. Bragi Halldórsson og María Pétursdóttir, eigendur verslunarinnar Ranimosk við Laugaveginn, eru safnarar og áhugafólk um liðna tíð. mbl.is/Kristinn

Hjónin María Pétursdóttir og Bragi Halldórsson í Ranimosk á Laugaveginum eru um margt ólík kollegum sínum í verslunarrekstri. Þau segjast enda ekki vera verslunarfólk og trúa á samvinnu en ekki samkeppni. Í þeim anda lokaði „ekkiverslunarfólkið“ búðinni þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst til að geta mótmælt á Austurvelli og léði ekki einu sinni máls á að færa út kvíarnar þegar þeim stóð til boða að opna samskonar búð í Leifsstöð á dögunum.

„Það versta við velgengnina er að verða fórnarlamb hennar, þá hættir að vera gaman,“ segja þau.

María og Bragi segjast fyrst og fremst reka búðina, sem jafnframt er verkstæði, sér til ánægju, hún sé tómstundagaman frekar en lifibrauð og í rauninni hálfgerð félagsmiðstöð. Þar ægir saman innfluttum furðuverkum og list og handverki eftir þau sjálf og unga íslenska listamenn. Bolir, sem þau þrykkja á myndir, tákn og orð eða orðasambönd, tróna þar hæst, en slíkir bolir hafa lengi tilheyrt götukúltúrnum og verið notaðir sem tjáningarmáti eða yfirlýsing þeirra sem þeim skrýðast.

María er myndlistarmenntuð og vann um skeið í Góða hirðinum, en þaðan eru flestar innréttingarnar í búðinni, og Bragi er sjálfmenntaður teiknari, grafískur hönnuður og vefhönnuður. Bæði eru safnarar og áhugafólk um liðna tíð og þau endurnýta oft gamla hluti með því að setja þá í nýtt samhengi eða gefa þeim annað notagildi. Áherslurnar í búðinni virðast í takt við tímann því þau segja að aldrei hafi verið meira að gera en síðan í byrjun október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert