Kjörsókn með ágætum

Nokkur fjöldi mætti snemma á kjörstaði.
Nokkur fjöldi mætti snemma á kjörstaði.

Kosningadagurinn byrjaði vel að sögn formanna allra yfirkjörstjórna landsins. Kjörsókn í Reykjavík norður var 13,07% klukkan 12 og þá höfðu 5223 manns kosið. Í síðustu kosningum mældist þátttaka á sama tíma 12,67%. Í Reykjavík suður höfðu 5991 kosið klukkan 12 eða 13,69%, árið 2007 var kjörsókn 13,63%.

Í Suðvesturkjördæmi höfðu 4576 manns kosið klukkan 11 eða 7,9% kjósenda kjördæmisins. Árið 2007 höfðu 4101 kosið á sama tíma eða 7,5% og árið 2003 höfðu 4425 kosið eða 9,1% 

Í Hafnarfirði höfðu 547 kosið eða 3% þeirra sem eru á kjörskrá og í Kópavogi höfðu 612 manns eða 2,84% kosið klukkan 10.  

Á Akureyri var hlutfall þeirra sem kosið höfðu klukkan 11 komið upp í 8,3% sem er rúmu prósentustigi hærra en á sama tíma 2007. Sé farið lengra eða til 2003 var þátttaka 6,3% 

Í Norðvesturkjördæmi hafa ekki allir kjörstaðir opnað, flestir opnuðu klukkan 10 en aðrir ekki fyrr en klukkan 12.

Að sögn formanns yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fór dagurinn vel af stað og raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina