Ræða framtíð landssambanda

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Ómar

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir það fáránlegt að ætlast til að hann segi af sér formennsku í síðarnefnda félaginu þó aðalfundur þess hafi samþykkt að láta gera skoðanakönnun meðal félagsmanna um áframhaldandi aðild að Starfsgreinasambandinu. Sú krafa hefur komið fram af hálfu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Kristján sagði að málið snerist um skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar en verið væri að ræða þau innan félagsins og raunar víðar. Hann benti á að önnur landssambönd verkalýðsfélaga væru ekki í sömu stöðu og ætlunin var þegar til þeirra var stofnað. Landssamband verslunarmanna innihéldi eitt stórt félag en önnur mun minni. Nokkur þúsund félagsmenn hefðu horfið úr Samiðn þegar járniðnaðarmenn hættu aðild. Kristján sagði að menn yrðu að ræða hvort landssamtök væru nauðsynleg. „Ef við finnum verkefnunum farveg á annan hátt þá breytast þessir tímar eins og aðrir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert