Víða hálka á landinu

mbl.is/Ómar

Hálka og skafrenningur eru á holtavörðuheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hálkublettir eru í Heydal, á Bröttubrekku, í Miðdölum og á  Svínadal.

Þá eru hálkublettir nokkuð víða á Vestfjörðum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur er í gangi.

Sömuleiðis eru hálkublettir og skafrenningur á Ennishálsi, Þungfært og skafrenningur er á Klettshálsi og ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og  Eyrarfjalli. Á norðanverðum Ströndum er þungfært en mokstur stendur yfir.

Þungfært er um Klettsháls en mokstur stendur yfir.

Hálka er á Þverárfjalli og snjóþekja á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir eru á Vatnsskarði.

Snjóþekja er í kringum Mývatn og á Tjörnesi. Hálkublettir eru á Öræfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert