Björgólfur meðal ríkra

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson

Dagblaðið The Sunday Times birtir nýjan lista yfir ríkustu menn Bretlands árið 2009 á vef sínum á þriðjudag. Listinn sem nú er að finna á heimasíðu Timesonline er yfir ríkustu menn árið 2008 og hefur hann að gera með eigur þeirra árið 2007.

Björgólfur Thor var  í 29. sæti listans í fyrra og fór úr því 23. frá árinu 2007 (eignir miðaðar við 2006) en eignir hans voru metnar á 395 milljarða íslenskra króna. Ágúst og Lýður féllu nokkuð lengra niður á listanum en þeir voru í 213. sæti en voru árið 2007 í því 53.  Eignir þeirra voru metnar á 78 milljarða króna.

Fram kemur á vef Timesonline að kreppan hafi höggvið djúpt í vasa milljarðamæringanna í ár miðað við listann í fyrra og að yfir þriðjungur eigna þeirra sé nú á bak og burt. Heildartapið nemi um 27 billjónum króna. Það er mesta tap frá því að listinn var fyrst tekinn saman fyrir 21 ári.

Hér má nálgast listann frá því 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert