Evrópumálið hefur forgang

Sérstakur hópur á vegum stjórnarflokkanna á að að leiða til lykta hvernig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu verði háttað.  Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundurinn hófst í Norræna húsinu á sjötta tímanum.

Fyrsta stjórnarmyndunarfundinn sitja auk Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, þau Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir, varaformenn flokkanna, Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu og Finnur Dellsén, aðstoðarmaður Steingríms.

Jóhanna Sigurðardóttir er bjartsýn á að flokkarnir nái saman þrátt fyrir ágreining um Evrópumálin. Hún fékk umboð frá þingflokknum í dag til að leiða stjórnarmyndunarviðræður við VG. Jóhanna segist leggja alla áherslu á að ásættanleg niðurstaða náist í Evrópumálum og segir mikilvægt að menn sjái til lands í þessu áður en önnur mál verða rædd. Önnur mál séu auðleystari.

mbl.is