Skeindi sig með kjörseðli

Ekki allir létu sér nægja að merkja x við þann …
Ekki allir létu sér nægja að merkja x við þann flokk sem þeir vildu styðja og strika yfir tiltekna frambjóðendur. Ómar Óskarsson

Inn á vefinn hefur ratað upptaka af kjósanda sem ákvað að nýta kosningarétt sinn með því að mæta á kjörstað og gefa skít í kosningarnar í bókstaflegri merkingu.

Á myndbrotinu sést viðkomandi ganga örna sinna í kjörklefanum, sem mun eftir heimildum Morgunblaðsins hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður, skeina sig með kjörseðlinum og brjóta hann því næst saman. Að því er fram kemur á vefnum: www.aftaka.org, mun kjósandinn hafa sett kjörseðilinn í kjörkassann en það sést ekki í mynd. 

Í samtali við Morgunblaðið sagði Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, að framkvæmd kosninganna hefði gengið vel fyrir sig og engar sérstakar uppákomur hefðu orðið þrátt fyrir boðaðar aðgerðir á samskiptavefnum Facebook þar sem almenningur var m.a. hvattur til að borða kjörseðilinn eða dvelja óhóflega lengi í kjörklefanum. Sagðist hún kannast við eitt atvik þar sem koma beit í kjörseðilinn áður en hún sett hann í kjörkassann.

Spurð hvort rétt væri að kjósandi hefði gengið örna sinna í kjörklefa sagðist Erla ekki hafa neitt um málið að segja, en vildi ekki vísa því á bug að atvikið hafði átt sér stað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert