Heitt í kolunum á félagsfundi lögreglumanna

Lögreglubílar utan við Kiwanishúsið við Engjateig þar sem félagsfundurinn er …
Lögreglubílar utan við Kiwanishúsið við Engjateig þar sem félagsfundurinn er haldinn. mbl.is/Júlíus

Mikill hiti er í fundarmönnum á félagsfundi Lögreglufélags Reykjavíkur, sem nú stendur yfir vegna nýs vaktakerfis, sem til stendur að taka upp um mánaðamótin. Lögreglumenn eru afar ósáttir við áform um breytingar á vaktakerfi, sem yfirstjórn lögreglunnar hefur kynnt.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is vildu lögreglumenn helst ekki yfirgefa fundarstaðinn fyrr en einhver niðurstaða fengist í málið, þar á meðal þeir lögreglumenn sem eru á vakt nú síðdegis.

Yfirstjórn lögreglunnar kom á staðinn með Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í broddi fylkingar, og fundar nú með forsvarsmönnum Lögreglufélags Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina