„Fádæma sóðaleg auglýsing“

Birna Jónsdóttir
Birna Jónsdóttir mbl.is

„Mér finnst þessi auglýsing fádæma sóðaleg,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags íslands, um blaðaauglýsingu Samtaka iðnaðarins (SI) sem birt var í dag og vakið hefur hörð viðbrögð.

Í auglýsingunni stendu sveittur karl með sprautu yfir nöktum og glenntum fótleggjum sem greinilega tilheyra konu. Yfirskrift myndarinnar er: „Velur þú fagmann eða fúskara?“

„Þetta er að ráðast á það aumasta og það veikasta. Konur sem fara í fóstureyðingu eru nánast alltaf tilneyddar til þess og þeim líður illa. Þetta kalla ég að níðast á neyð kvenna. Sem kona er ég afskapleg ósátt við að þessi neytendi heilbrigðiskerfisins, sem er lítilmagni í vanlíðan, sé misnotaður með þessum hætti.“

Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við sig, sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.

„Skaðinn er skeður. Það er búið að birta auglýsinguna. En mér finnst alveg lágmark að hún verði ekki birt aftur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert