ESA höfðar mál gegn Íslandi

EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg.
EFTA-dómstóllinn er staðsettur í Lúxemborg. mbl.is/Ómar Óskarsson

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum, vegna þess að þau hafi ekki innleitt tilskipun 2005/68/EB um endurtryggingar.

Tilskipunin var samin til þess að stoppa í EES-löggjöf um endurtryggingar, en fyrir tilkomu tilskipunarinnar hafði sú löggjöf ekki sérstakar reglur um fyrirtæki sem sérhæfa sig í endurtryggingum, en eru ekki almenn vátryggingafélög sem veita beinar tryggingar.

Í tilkynningu frá ESA segir að þessi skortur á reglusetningu hafi orsakað töluverðan mun á eftirliti með endurtryggingastarfsemi á milli mismunandi landa innan EES-svæðisins og því hafi slík fyrirtæki ekki öll setið við sama borð. Íslensk stjórnvöld hafi átt að vera búin að innleiða tilskipunina 10. desember 2007.

Áður en ESA ákvað að fara með málið fyrir dómstólinn, gaf stofnunin út bréf með formlegri viðvörun og veitti rökstutt álit um málið til íslenskra stjórnvalda. Þar sem tilskipunin hefur enn ekki verið leidd inn í íslenskan rétt, þá hefur stofnunin ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum, segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert