Hlé á viðræðum í dag

Norræna húsið í Reykjavík.
Norræna húsið í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður fara fram í dag, á alþjóðlegum frídegi verkafólks. Fundað var í Norræna húsinu í gær og er búist við að viðræður taki u.þ.b. viku til viðbótar.

Breytingar hafa verið gerðar á viðræðuhópnum því Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson taka nú þátt í viðræðunum. Með því hefur starfshópur um Evrópumál verið lagður niður, eða stækkaður, að minnsta kosti að svo komnu máli.

Ögmundur segir að þetta hafi verið ákveðið svo hlutirnir væru ekki ræddir í tvennu lagi. Spurður um hvernig gengi svaraði Ögmundur að því myndi Steingrímur svara, en annars væri allt „í góðum gír“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »