Kraftaverk í verslun 10-11?

Davíð Wium, starfsmaður verslunarinnar með myndina af Maríu mey.
Davíð Wium, starfsmaður verslunarinnar með myndina af Maríu mey. Mynd/IngimarB

Starfsmenn verslunar 10-11 við Laugalæk ráku upp stór augu í gærkvöld þegar María Mey birtist þeim óvænt rétt framan við afgreiðslukassa.

Myndin af Maríu var listilega máluð á spónaplötu en listamaðurinn er óþekktur. Víða um heim hefði sennilega orðið uppi fótur og fit við fund á borð við þennan, og honum líklega tekið sem tákni frá Guði almáttugum.

Starfsmenn 10-11 halda sig þó við þá skýringu að einhver hafi gleymt myndinni, sem gæti sem best sómt sér sem altaristafla.

Auglýst er eftir eiganda verksins og getur sá hinn sami vitjað þess í verslun 10-11 við Laugalæk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert