Kvótakerfi ekki umbylt

mbl.is

 Þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir séu með svonefnda fyrningarleið á stefnuskrá sinni ætla Vinstri græn og Samfylkingin ekki að ráðast í róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á næstunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Sú afstaða byggist ekki síst á því að staða margra sjávarútvegsfyrirtækja er alvarleg um þessar mundir en skuldir sjávarútvegsins nema tæplega þreföldum árstekjum útvegsins í heild.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki vilji til þess hjá flokkunum að ráðast í róttækar breytingar á kerfinu meðan staðan í efnahagsmálum er eins slæm og nú. Frekar er vilji til þess að bregðast við því þegar, og ef, sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga aflaheimildir lenda í erfiðleikum. Þá yrði óþarft að afturkalla heimildir frá fyrirtækjum, eins og stefna beggja flokka segir til um.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert