Kannabisræktun í Berufirði

Hald hefur verið lagt á fjölda kannabisplantna að undanförnu.
Hald hefur verið lagt á fjölda kannabisplantna að undanförnu.

Lögreglan á Eskifirði stöðvaði í gær kannabisræktun á sveitabæ í Berufirði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að ræktunin hafi verið á byrjunarstigi en miðað við tól og tæki hefði hún getað orðið stórfelld.  Framleiðslunni var fjarstýrt með fullkomnum tölvubúnaði.

Lögreglan í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði rannsakar málið í samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enginn maður var á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang í gær. Haft var eftir lögreglu, að búið væri að yfirheyra nokkra einstaklinga en að enginn hafi verið formlega handtekinn.

Búskapur var stundaður á bænum lengi en jörðin var seld fyrir fjórum árum. Að sögn Ríkisútvarpsins er talið, að þeir sem stóðu að ræktuninni séu allir af höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert