Auglýsing í bága við siðareglur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Blaðaauglýsing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni, brýtur í bága við siðareglur Samband íslenskra auglýsingastofa, samkvæmt niðurstöðu síðanefndar SÍA.

Vinstrihreyfingin grænt framboð kærði auglýsinguna til siðanefndar 21. apríl s.l. Í kærunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hafi birt blaðaauglýsingu í fjölmörgum svæðismiðlum kjördæmisins. Í auglýsingunni er birt mynd af fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, án leyfis að mati VG. Það sé brot á 8 grein siðareglna SÍA.

„8. gr. siðareglna SÍA er hugsuð til að vernda einkalíf fólks og persónu þess fyrir óheimilli notkun í hefðbundnum auglýsingum, ekki verja ráðamenn þjóðarinnar fyrir gagnrýni,“ segir í greinargerð Agnars Tr. Lemacks, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks, sem vann auglýsinguna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum.

Tilraun til ritskoðunar

„Það var ekki verið að nota Steingrím J. Sigfússon til að selja Coca-Cola. Það var verið að upplýsa fólk um tvöfalda afstöðu hans og flokks hans til stærsta máls kosninganna. Kosningaauglýsingar eru ekki hefðbundnar auglýsingar, þær eru t.d. aldrei merktar auglýsingastofu. Þær eru hluti af mikilvægu lýðræðislegu ferli og hafa þann tilgang að koma mikilvægum upplýsingum um stefnu frambjóðenda og stjórnmálaflokka til skila. Allar tilraunir ráðamanna til að koma í veg fyrir málefnalegar auglýsingar um sjálfa sig eru þar af leiðandi ekkert annað en tilraun til ritskoðunar og aðför að málfrelsi og lýðræði. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi þurfa ráðamenn að þola gagnrýni og átök um sig og stefnu sína,“ segir í greinargerðinni.

Í auglýsingunni var vitnað í ummæli formanns VG og fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann sagði aðspurður um aðildarviðræður við ESB og komandi stjórnarsamstarf: „Við skulum sjá til.“

Á þetta féllst siðanefndin ekki. Hún telur ekki heimilt að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis. Skiptir ekki máli að myndin sé aðgengileg í prentlausn á heimasíðu Alþingis, þaðan sem hún er fengin. „Nefndin telur ljóst að 8. greinin eigi ekki aðeins við um auglýsingar á vöru og þjónustu heldur einnig framboðsauglýsingar.“

 Í 8 gr. siðareglanna segir: „Grundvallarhugmyndir siðareglnanna eru, að allar auglýsingar skulu vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýsing skal samin með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og þess að gætt að viðteknum hefðum um sanngirni í samkeppni sé fylgt.“

Mörg fordæmi

Agnar Tr. Lemacks segir mörg fordæmi fyrir myndbirtingu af þessu tagi: „ T.d. dreifði VG barmmerkjum með skrumskældri mynd af formanni Sjálfstæðisflokksins meðan á nýliðinni kosningabaráttu stóð. Það hefur VG gert áður með öðrum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Engar athugasemdir voru gerðar við það vegna þess að slíkt er einfaldlega hluti af því sem stjórnmálamenn verða að bera.

Þá má nefna sem dæmi fræga auglýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2003 þegar birt var opnuauglýsing í dagblöðum landsins með mynd af öllum forsætisráðherrum þjóðarinnar frá upphafi og í lok auglýsingarinnar var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Markmiðið var að vekja athygli á að hún yrði fyrsti íslenski kven-forsætisráðherrann ef hún hlyti kosningu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnanhvassviðri eða -stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og síðdegis má búast við stormi. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...