Fréttaskýring: Horfa grímulaust á eignirnar brenna upp

Stjórnvöld horfa grímulaust upp á eignir húsnæðislántakenda brenna upp, fullyrðir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður. Hann berst nú fyrir því að lántakendur fái lán sín leiðrétt þar sem forsendur samninga þeirra sé brostinn.

„Stjórnvöld eru að reyna að svæfa og slæva fólk með því að segja að það skipti engu máli hvort það borgi allt sem það geti í þrjátíu ár eða sjötíu. Farið er fram á að fólk takist á hendur skuldbindingar sem það aldrei samþykkti; allt aðrar forsendur, allt aðrar aðstæður, allt önnur greiðslubyrði og allt annar lánstími og stjórnvöld tala eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma eru þessi sömu stjórnvöld að fá þessi sömu lán til sín á spottprís af því að augljóst er að skuldararnir geta ekki borgað.“

Umræðan um niðurfellingu skulda hefur magnast eftir að talsmaður neytenda birti tillögu sína um að sett verði neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um eignarnám íbúðarveðlána til neytenda og niðurfærslu þeirra eftir mati gerðardóms. Baráttan snýst um hver eigi að bera tjónið af bankahruninu og verðbólgunni í samfélaginu og kastljósinu hér beint að þeim sem telja að leiðrétta þurfi stöðu lántakenda.

Þjóðin klofni við gjaldþrotin

Björn Þorri óttast að þjóðin klofni verði þeim sem tóku lán „fórnað á altari efnahagshrunsins“ og þeir gerðir gjaldþrota - því ekkert annað bíði þeirra í raun. Gjaldþrota verði þessir ólánssömu lántakendur efnahagslegir útlagar í þjóðfélaginu. Það þýði að fólk fari í feluleik með alla sína hluti. „Það felur tekjurnar sínar, það felur eignirnar sínar og skráir þær á aðra. Það verður andsamfélagslega sinnað - skráir sig ekki sambúð, reynir að vinna svart, er á atvinnuleysisbótum og reynir jafnvel að fá örorkubætur. Það fer í kringum kerfið. Það fyllist réttlátri reiði, finnst það ekki skulda samfélaginu neitt. Samfélagið sé óréttlátt sem komi illa fram við sig. Með þessu verða hér tugþúsundir Íslendinga sem lifa eftir því lífsmóttói. Þá spyr ég: Hvernig ætla vinstriflokkarnir að skattleggja þetta fólk? Hér myndast svartamarkaðshagkerfi.“

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur líkt og Björn Þorri að leiðrétta þurfi lánin vegna forsendubrests. Hann telur raunhæft að sýn Björns Þorra um andfélagslegu borgarana verði að veruleika án aðgerða.

„Vonleysið verður sífellt meira sem og þrýstingurinn á að eitthvað verði gert fyrir hinn almenna skuldara.“ Þær hugmyndir að fólk fari í greiðsluverkfall lýsi því að greiðsluviljinn sé að hverfa.

Tryggvi er sammála Framsóknarflokknum að fella 20% af lánunum niður. Tækifærið til leiðréttingar sé einstakt núna. Ljóst sé þó að niðurfellingin gagnist ekki öllum. „Þá skulum við vera með önnur úrræði eins og 50% leiðina; að fólk greiði 50% af skuldbindingum sínum í þrjú ár.“

Hópar standi ekki jafnt

Tryggvi Þór Herbertsson (t.v) hagfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokks tekur undir með Birni Þorra Viktorssyni (t.h.) lögmanni að ekki hafi verið tekið jafnt á málum manna. „Ljóst er að þær aðgerðir sem búið er að fara út í ganga ekki jafnt yfir alla hópa. Það er búið að tryggja sparifjáreigendur að þeir muni ekki tapa innstæðum. Þá var komið til móts þá sem áttu í peningamarkaðssjóðunum. En raunverulega er ekkert búið að gera fyrir þá sem skulduðu nema að bjóða þeim upp á það úrræði að lengja og teygja í lánum, nema þeir fari í greiðsluaðlögun.“

Björn Þorri vill meina að með ákvörðunum sem þegar hafi verið teknar, að bæta skaða fjármagnseigenda, sé minna til skiptana fyrir aðra, því ríkið hafi ekki úr endalausu fjármagni að spila. Jafnræðisreglan hafi verið brotin.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmeðlimur Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...