Mótmæli vegna Gordons Brown

Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra í Bretlandi afhenti í dag sendifulltrúa forsætisráðherra Breta formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda í Downingsstræti 10 vegna ummæla Gordons Browns, þar sem hann ruglaði saman íslenskum og breskum banka og sagði Bresk stjórnvöld í viðræðum við AGS um hversu hratt Íslendingar gætu greitt Icesaveskuldirnar. Þá verður gengið á eftir skýringu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Össuri Skarphéðinssyni eftir fund hans með  fulltrúa Breska sendiráðsins klukkan hálf þrjú.  Hann sagðist þar hafa mótmælt með hreinskiptnum hætti, rangfærslum Gordons Browns.

Jóhanna Sigurðardóttir segir ummæli Gordons Browns byggjast á misskilningi en Steingrímur J. Sigfússon segir þau alvarleg fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur hinsvegar ekki óhugsandi að Bretar hafi beitt þrýstingi og segir að Brown líti á fulltrúa Breta í stjórninni sem sína hagsmunagæslumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert