Ríkisráðsfundir boðaðir

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar

Stefnt er að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórar Samfylkingar og Vinstri grænna og ráðherraskipan á blaðamannafundi  í Norræna húsinu klukkan fjögur í dag.

Ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum síðdegis. Fyrri fundurinn hefst kl. 17:00 þar sem fráfarandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG kemur til fundar. Síðari fundurinn hefst kl. 18:15 þar sem ný ríkisstjórn sömu flokka tekur við völdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina