Ætla allir í hungurverkfall

Allir hælisleitendur sem dvelja á Fit í Njarðvík ætla í hungurverkfall fái málefni Mansri Hichem hælisleitanda frá Alsír sem hefur verið í hungurverkfalli í nítján daga ekki farsælan endi.

Hann vill að ósk hans um hæli verði afgreidd en hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði, aðrir jafnvel mun lengur.

Jóhann Thoroddsen  sálfræðingur  hjá Rauða Krossinum segir manninn mjög kvalinn og ástand hans alvarlegt. Hann segir óskandi að menn þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir úrskurði eins og raunin hafi verið.

Maðurinn liggur í sameiginlegri stofu hælisleitenda á Fit þar sem hann verður að vera nærri salerni. Þar voru nokkurir mótmælendur samankomnir í dag auk annarra hælisleitenda sem vilja sýna stuðning. Hann sagði í samtali við mbl sjónvarp að sér liði ákaflega illa en Linda Björg Magnúsdóttir segir að samkvæmt Dublinarsáttmálanum eigi menn rétt á úrskurði innan sex mánaða

Yfirvöld báðu manninn að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann þæði ekki læknisaðstoð ef hungurverkfallið drægist á langinn. Hann neitaði og hefur slík yfirlýsing Því ekki verið undirituð. Jóhann segist ekki þekkja nákvæmlega þá málavöxtu en sér finnist þetta óneitanlega kuldalegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert