Karl stendur upp fyrir konu

 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist afar óánægð með að ekki séu jöfn hlutföll milli kynja í nýrri ríkisstjórn en karlar eru tveimur fleiri í stjórninni.  Minnihlutastjórnin gerði mikið úr jöfnum hlut karla og kvenna í átta vikna stjórninni og heldur var búist við að framhald yrði á því.

Hún segir forystu flokksins þó greinilega hafa tekið gagnrýni á þetta frá flokksráði VG mjög alvarlega því Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafi lofað því að kynjahlutfallið yrði konum ekki í óhag þegar kjörtímabilið yrði gert upp. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að karl frá VG  standi upp fyrir konu á miðju kjörtímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert