Atvinnuleysi mælist 9,1%

Reuters

Skráð atvinnuleysi í apríl 2009 var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814 manns atvinnulausir í apríl eða 268 fleiri að jafnaði en í mars. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.717 manns að jafnaði, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

14,3% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 14,3% en minnst á Vestfjörðum 2,5%. Atvinnuleysi eykst um 3,8% á höfuðborgarsvæðinu en minnkar um 2,1% á landsbyggðinni. Mest dregur úr atvinnuleysi á Norðurlandi eystra eða um 79 manns og fer atvinnuleysi þar úr 8,8% í 8,3%. Einnig dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi (úr 5,5% í 5,2%) og Suðurlandi (úr 7,4% í 7,2%).

Langtímaatvinnuleysi að aukast

Atvinnuleysi eykst um 1,5% meðal karla en 2,5% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 10,4% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.

Langtímaatvinnuleysi er nú tekið að aukast og þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 3.269 í lok apríl en 1.749 í lok mars og eru nú um 20% allra á atvinnuleysisskrá. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár er þó ekki tekið að fjölga að ráði, voru 361 í lok apríl en 333 í lok mars.
Atvinnulausum 16‐24 ára hefur fækkað úr 3.631 í lok mars í 3.588 í lok apríl og eru þeir um 21% allra atvinnulausra í apríl eða svipað og í lok mars.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að meðaltali milli mars og apríl hefur atvinnulausum á skrá fækkað um 72 frá í lokum mars til loka apríl. Fækkunin kemur fram á landsbyggðinni þar sem fækkað hefur um 278 manns, en á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 206 manns frá lokum mars til loka apríl.

Alls voru 687 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok apríl sem er fjölgun um 67 frá því í mánuðinum áður þegar þau voru 620. Mest hefur fjölgað sölu‐ og afgreiðslustörfum sem eru 310 í lok apríl og einnig ósérhæfðum störfum, eru 155 í apríllok.

Rúmlega 2.100 útlendingar á atvinnuleysisskrá

Alls voru 2.104 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl, þar af 1.382 Pólverjar eða um 66% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok apríl. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða 863 (um 41% allra erlendra ríkisborgara á skrá).

19% í hlutastörfum

Samtals voru 3.169 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í apríl. Þetta eru um 19% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl.
Af þeim 3.169 sem voru í hlutastörfum í lok apríl eru 2.137 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur skv. áður nefndum lögum og hefur fækkað lítið eitt frá fyrra mánuði, en þeir voru 2.202 í lok mars og 2.105 í lok febrúar.

Í apríl voru 1.330 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru 1.274 í lok mars og 1.017 í lok febrúar.

Spá 8,8-9,3% atvinnuleysi í maí

Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá apríl til maí, m.a. vegna upphafs árstíðasveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og mældist 1%. Nú er hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu.
Gera má ráð fyrir talsverður fjölda skólanema á atvinnuleysisskrá, en minna er um ráðningar vegna atvinnuástandsins nú en undanfarin ár.

Á móti kemur að meira er um að boðið sé upp á sumarnám í ýmsum háskóladeildum. Þá koma nemendur inn á atvinnuleysisskrá seint í mánuðinum og vega þar af leiðandi lítið í skráðu atvinnuleysi maímánaðar.
Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í maí 2009 muni lítið breytast og verða á bilinu 8,8%‐9,3%, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »

Átti ekki að vera einn með börnum

13:34 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vill koma því á framfæri vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti starfsmanns, að hann hafi í daglegum störfum sínum ekki átt að vera einn samvistum við börn. Nú fer hins vegar fram ítarleg athugun af hálfu sviðsins á hvort frá því hafi nokkuð verið undantekning. Meira »

Kaplakriki á floti í morgun

13:27 Loka þurfti Kaplakrika um tíma í dag vegna þess að þar flæddi inn. Eins og sagði á vefsíðu FH var „allt á floti og ekki æskilegt að fólk sé hér við æfingar“. Meira »

Bílar drápu á sér í vatnsflaumnum

13:07 Bílstjórarnir sem virtu ekki lokanir á vegi undir brúnni við Smáralind vegna vatnselgsins, sjá væntanlega eftir því núna þar sem vélarnar gáfust upp í djúpu vatninu og bílarnir sátu þar fastir. Starfsmenn Kópavogsbæjar þurftu að hafa sig alla við að ítreka það við fólk að vegurinn væri lokaður. Meira »

Bílakjallari hálffullur af vatni

12:46 Mjög mikið annríki hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna vatnsleka. „Við erum með bíla í átta útköllum vegna vatnsleka og það bíður álíka fjöldi,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í samtali við mbl.is. Þegar er slökkviliðið búið að sinna um 30 útköllum vegna vatnsleka. Meira »

Ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði

12:57 Karlmaður ók út af bryggjunni á Fáskrúðsfirði um sjöleytið í morgun, en mikil hálka var á svæðinu. Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum við illan leik áður en hann sökk. Þetta staðfestir Óskar Þór Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði. Meira »

Jónas Már skyndhjálparmaður ársins

12:45 Jónas Már Karlsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2017, en Jónas bjargaði eldri konu sem hann var að keyra út mat til með því að beita heimlich aðferðinni á hana áður en hann kallaði til sjúkrabíl. Meira »

Kemur til greina að niðurgreiða flugfargjöld

12:30 Til greina kemur að „niðurgreiða flugfargjöld fyrir íbúa tiltekinna svæða“ í innanlandsflugi. Innanlandsflug verður einnig hagstæðari valkostur en nú er, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun beita sér fyrir slíkum aðgerðum. Meira »

Aflýsa innanlandsflugi

12:26 Búið er aflýsa öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect í dag, utan flugs til Akureyrar klukkan fjögur. Athuga á með þá vél um hálfþrjúleytið í dag. Flug til Nuuk á Grænlandi nú síðdegis er hins vegar á áætlun. Meira »

Komið fárviðri á Reykjum í Hrútafirði

12:11 Veðurofsinn á höfuðborgarsvæðinu er búinn að ná hámarki og er nú tekinn að dvína, en komið er fárviðri á Reykjum í Hrútafirði þar sem vindhraði mælist nú 33 m/s. Meira »

Vatnsleki í grunnskóla Sandgerðis

11:39 Nokkuð annríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja í morgun vegna veðurs. Vatn fór inn í húsnæði SBK í Grófinni í Keflavík vegna leysingavatns sem flæddi niður eftir Grófinni og þá var tilkynnt um vatnsleka í grunnskólanum í Sandgerði. Meira »

Opið á umferð um Kjalarnes

11:25 Búið er að opna fyrir umferð um Kjalarnes, undir Hafnarfjalli og hluta Mosfellsheiðar. Þá var Reykjanesbrautin opnuð á ný um hálftíu í morgun. Meira »

Veikleiki í einangrun orsök bilunar í rafmagnsstreng

10:34 Bilun í rafmagnsstreng Landsnets sem liggur til Vestmannaeyja í apríl í fyrra orsakaðist líklegast af veikleika í einangrun. Tók viðgerðin 14 daga, en sérhæfða viðgerðarskipið Isaac Newton var fengið til að aðstoða við viðgerðina. Var fjarstýrður kafbátur notaður og klippti hann strenginn í sundur, en bilunin var á 50 metra dýpi. Meira »

Veginum um Súðavíkurhlíð lokað

11:27 Vegna veðurs og slæmrar veðurspár í dag hefur verið ákveðið að loka veginum um Súðavíkurhlíð að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Að sögn Vegagerðarinnar hefur hættustigi vegna snjóflóða verið lýst yfir. Meira »

Stórhöfði breyttist í stöðuvatn

11:12 Vegurinn í hluta af iðnaðarhverfinu í Stórhöfða í Reykjavík virðist hafa breyst í vatnsmikla á eða stöðuvatn í óveðrinu sem gengur nú yfir suðvesturhluta landsins. Hreiðar Ingi Eðvarðsson birti myndskeið á Twitter þar sem sjá má bíla keyra í gegnum „ána.“ Meira »

Lokað við Smáralind vegna vatnselgs

10:34 Umferðargöngin við Smáralindina eru lokuð núna vegna vatnselgs. Tilkynningar um vatnstjón berast nú í miklu magni inn til slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir ofsaveðrið sem verið hefur í morgun. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...