Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan fund með forsætisráðherra í dag.
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan fund með forsætisráðherra í dag. mbl.is/Golli

„Þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann var spurður út í drög að þingsályktunartillögu um aðild að ESB sem Jóhönna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti formönnum stjórnarandstöðunnar í dag.

„Þetta var allt öðruvísi framsetning heldur en ég átti von á,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við mbl.is í kvöld. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið þar sem hann er bundinn trúnaði. 

„Það þarf aðeins að ræða þetta,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum og bendti á að hann myndi eiga fund með Össurri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert