Forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir upp störfum

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hefur sagt starfi sínu laus og segir að sú ákvörðun sé tekin í framhaldi nýlegra breytinga í baklandi sjóðsins.  Þorgeir hefur verið forstjóri lífeyrissjóðsins frá árinu 1984.

„Ákvörðunin er tekin í framhaldi nýlegra breytinga í baklandi sjóðsins. Ég hverf frá sjóðnum sáttur þegar horft er til vaxtar hans og árangurs þennan aldarfjórðung sem ég hef stjórnað daglegum rekstri. En ég mun sakna frábærra starfsmanna og árangursríks samstarfs við stjórn sjóðsins," sagði Þorgeir.

Þorgeir gegndi m.a. formennsku í Landssambandi lífeyrissjóða 1990 til 1998, sat í stjórn Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar frá 1998 til 2006 og hefur verið fulltrúi Landssamtaka lífeyrissjóða hjá Evrópsku lífeyrissjóðasamtökunum frá 1998.

Þorgeir Eyjólfsson.
Þorgeir Eyjólfsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina