Norrænir sérsveitarmenn æfðu sig hér

Norrænir sérsveitarmenn æfa sig.
Norrænir sérsveitarmenn æfa sig.

Sérsveit ríkislögreglustjóra stóð fyrir námskeiði í síðustu viku með þátttöku sérsveita frá Noregi, Danmörku og Finnlandi.  Að þessu sinni voru æfð ýmis atriði við klifur og sig og fóru æfingar að mestu fram í klettabeltum Esjunnar og á Suðurnesjum. 

Meðan á æfingum stóð höfðu sérsveitarmennirnir aðstöðu á öryggissvæði Varnarmálastofnunar á Miðnesheiði, en þar er aðstaða mjög góð og allur aðbúnaður eins og best verður á kosið.   
mbl.is