Á allt sem komið hefur út á vegum SG hljómplatna

Kristján Frímann Kristjánsson
Kristján Frímann Kristjánsson Heiðar Kristjánsson

Fyrir um ári stofnuðu átta ástríðusafnarar hljómplötuklúbb. Þeir eru af margvíslegu tagi; einn safnar bara 78 snúninga plötum, annar einbeitir sér að útgáfufyrirtækinu Íslenskum tónum og Kristján Frímann Kristjánsson á allar plötur sem komu út á vegum SG hljómplatna. Klúbburinn er með fésbókar-síðu, hún kemur fyrst upp ef gúglað er Hljómplötuklúbburinn og er opin öllum. Kristján segist stefna að því að eignast alla útgáfu Íslenskra tóna. Hann lauk við að setja SG hljómplötu-útgáfuna inn á alfræðivefinn Wikepedia í febrúar sl. og starfið tók hann um eitt ár.

„Ég ætla að setja útgáfu Íslenskra tóna inn á Wikipedia líka,“ segir Kristján og bætir við að það sem hann vanti inn í sitt safn fái hann lánað hjá félaga sínum í hljómplötuklúbbnum. „Þannig að það er ágætt að hafa svona klúbb,“ segir Kristján.

Félagarnir í klúbbnum hittast á tveggja-þriggja mánaða fresti og spjalla um plötur. Það hefur fjölgað nokkuð í klúbbnum og nú eru 11-12 í honum. „Og hópurinn fer stækkandi,“ segir Kristján.

Ástæðuna fyrir því að hann réðst í að setja SG hljómplötur inn á Wikipedia segir hann vera áhugann einan. Margir furðuðu sig á eljunni í honum við verkið og sumir spurðu hvernig hann nennti þessu. „Ef maður hefur áhuga á einhverju þá nennir maður,“ segir hann og hlær dátt.

Kristján Frímann Kristjánsson
Kristján Frímann Kristjánsson Heiðar Kristjánsson
Heiðar Kristjánsson
Heiðar Kristjánsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert