Lögreglukórinn og stolnu hjólin

Lögreglan þarf að geyma alla óskilamuni í eitt ár og einn dag samkvæmt konungslögum frá árinu 1767. Þeir eru varðveittir á lögreglustöðinni við Hlemm og í djúpum kjallara í Borgartúni. Danir breyttu sínum lögum árið 1951 og losa sig nú við óskilamuni á fjögurra mánaða fresti.

Árlega eru boðin upp reiðhjól en andvirðið rennur samkvæmt gamla kanselíubréfi kóngsins rennur féð til félagsstarfs lögreglumanna. 150 hjól verða boðin upp í Askalind eitt klukkan 13 á laugardag en ágoðinn lögreglunnar gæti orðið vel á aðra milljón sem kemur sér vel fyrir íþróttafélög lögreglunnar og Lögreglukórinn..  

300 hjól eru nú í vörslu lögreglunnar og tryggingafélögin greiða árlega út margar milljónir vegna týndra hjóla.

Benedikt Benediktsson lögreglufulltrúi segir að lögreglan skrái framleiðslunúmer hjólsins þegar það kemur í vörslu hennar. Hafi fólk slíkt númer tiltækt þegar það tilkynnir um stolið hjól, getur lögreglan flett því upp og látið vita um leið og hjólið finnst. Annars ekki. Það hefur þó einungis gerst í tvígang að fólk hafi vitað framleiðslunúmerið þegar tilkynnti um stuldinn.

mbl.is