Ímynd Íslands sterk þrátt fyrir hrunið

„Athygli umheimsins beinist að Íslandi nú um stundir og þið hafið því einstakt tækifæri til þess að koma ykkur á framfæri. Þið þurfið hins vegar að hafa hraðar hendur, vegna þess að augnaráð heimsins færist hratt yfir,“ segir David Hoskin hjá Eye-for-Image, en hann var meðal fyrirlesara á málþingi sem Útflutningsráð, Almannatengslafélag Íslands, Ferðamálastofa og fleiri stóðu fyrir í gær.

Að mati Hoskins hefur Ísland sem vörumerki ekki beðið hnekki vegna efnahagshrunsins síðasta haust. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að Ísland var sem vörumerki fyrir hrunið ekki sérlega þekkt eða sterkt,“ segir Hoskin og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland. Þið þurfið þess vegna að koma ykkur saman um hvað þið viljið standa fyrir og tala síðan einni röddu. Vegna smæðar landsins hafið þið einmitt einstakt tækifæri til þess að stilla saman strengi ykkar og koma skýrum skilaboðum á framfæri erlendis, en það þarf að gerast hratt.“ Hann mælir með því að farið verði í alþjóðlega markaðsherferð.

Í máli Geoffs Saltmarsh kom fram að ferðum breskra ferðamanna til Íslands hefði fjölgað um 20% síðan í haust. Segir hann ímynd Íslands enn sterka í huga Breta og áhuga þeirra fyrir Íslandi síst minni en áður. Það álit hans helst í hendur við nýja viðhorfskönnun um Ísland sem gerð var í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi í febrúar sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert