Fréttaskýring: Allt undir í Karphúsi

Frá fundarhöldum í Karphúsinu
Frá fundarhöldum í Karphúsinu Eggert Jóhannesson

Stöðug fundarhöld eru nú í húsnæði Ríkissáttasemjara þar sem reynt verður að ná víðfeðmu samkomulagi um launabreytingar bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði fyrir allt að 150 þúsund launamenn. Og samhliða er reynt að ná sátt um aðgerðir í efnahagsmálum, ríkisfjármálum og um þjónustu sveitarfélaga.

Allt að sex tugir forystumanna koma hér við sögu. Vinnunni hefur verið skipt í þrjá hópa, um launalið kjarasamninga, ríkisfjármál og velferðarmál og um efnahags- og atvinnumál. Fundað var í öllum þessum hópum í gær. Beðið er eftir því að ríkisstjórnin leggi fram upplýsingar og tölur um ríkisfjármálin, svo hægt sé að hefja umræðu um niðurskurðinn, og hversu langt verði gengið. Þar eru ákveðnar varnarlínur sem ASÍ vill draga, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

Allt er undir. ASÍ hefur hafnað tillögum SA frá því fyrr í vikunni um þak á launahækkanir og vill að staðið verði við umsamdar hækkanir 1. júlí.

Umræðan um endurnýjun samninga á almenna vinnumarkaðinum hefur nú verið sett til hliðar um stundarsakir, „til að kæla hana aðeins“. Í næstu viku munu menn m.a. einbeita sér að opinberu samningum en ólíkt almenna vinnumarkaðinum, eru samningar starfsmanna við ríki og sveitarfélög lausir í sumar.

SA hafa óskað eftir upplýsingum frá ríkisstjórninni um áform varðandi lífeyrismál opinberra starfsmanna.

Kallaðir eru til fulltrúar og sérfræðingar víða að úr samfélaginu til að upplýsa stöðu mála. Rætt er við fulltrúa Seðlabankans og fjárlaganefndar og reiknað með fundi með sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í næstu viku.

Frekari vaxtalækkanir eru lykilatriði í þessum þreifingum. „Við á vinnumarkaðinum lítum svo á að það sé forsenda þess að við náum landi að tekið verði á vaxtamálunum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Ríkisstjórnin, samtök á vinnumarkaði, Seðlabanki og AGS verði að setjast niður og meta, í ljósi áforma um að sótt verði um aðild að ESB, hvað menn geti leyft sér að gera til lengri tíma litið, ef gjaldeyrishöft verða áfram við lýði. Hefur jafnvel verið rætt um fastgengisstefnu á meðan beðið yrði niðurstöðu úr aðildarviðræðum við ESB.

Rætt hefur verið um áformaðar framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga en valdið hefur vonbrigðum hversu fáar framkvæmdir eru komnar upp á borðið.

Stund milli stríða í karphúsinu
Stund milli stríða í karphúsinu Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert