„Eigandinn heldur áfram að borga“

„Segjum að útgerðarfélag sé einstaklingur sem er búinn að kaupa einbýlishús. Hvernig litist eiganda hússins á að eitt herbergið yrði skyndilega þjóðnýtt? Síðan annað. En skuldirnar minnka ekkert á móti, eigandinn heldur áfram að borga af þeim eins og hann ætti allt húsið, en þarf að borga leigu af þessum þjóðnýtta hluta. Ætli viðkomandi húseiganda þætti þetta „réttlátt“?“

Þessum augum lítur Ásgeir Valdimarsson í Grundarfirði hugmyndir um fyrningu veiðiheimilda. Ríkisstjórnin vill leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 ára tímabili. Gangi það eftir munu 5% aflaheimilda verða innkölluð á ári. Þá boðar ríkisstjórnin frjálsar handfæraveiðar, svokallaðar strandveiðar, á samtals rúmlega 8.600 tonnum á þessu sumri.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins og næstu daga fjallar Morgunblaðið um afstöðu fólks í sjávarplássum til hugmynda ríkisstjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert