Afþakka ráðgjöf AGS ef vextir lækka ekki

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði við umræður um efnahagshorfurnar á Alþingi í dag, að lækki vextir ekki á næstunni verði ríkisstjórnin að afþakka ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrssjóðsins. Ríkisbankarnir geti sjálfir ákveðið að lækka vexti í 5%

„Hátt vaxtastig hefur dýpkað fjármálakreppuna á Íslandi og tafið fyrir endurreisn bankakerfisins,“ sagði hún. „Nýju bankarnir geta t.d. ekki birt efnahagsreikninga sína þar sem rekstur þeirra er ekki lífvænlegur á meðan vextir af innlánum hér á landi eru hærri en vextir á eignum þeirra erlendis. Lækki vextir ekki á næstunni verður ríkisstjórnin einfaldlega að afþakka efnahagsráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forða þjóðinni frá gjaldþroti. Óþarfi er að bíða í mörg ár eftir aðild að Evrópusambandinu til að ná fram vaxtalækkun hér á landi. Ríkisbankarnir geta einfaldlega tekið ákvörðun um að lækka vexti niður í 5% eða til samræmis við vaxtastig í öðrum löndum,“ sagði Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert