Veiddu 8 metra langan tarf

Hrefnubáturinn Jóhanna ÁR fór í sína fyrstu hrefnuveiðiferð frá Njarðvík.
Hrefnubáturinn Jóhanna ÁR fór í sína fyrstu hrefnuveiðiferð frá Njarðvík. Víkurfréttir

Jóhanna ÁR veiddi fyrstu hrefnu sumarsins í kvöld utarlega í Faxaflóa. Um var að ræða 8 metra langan tarf. Þetta var fyrsta hrefnan sem veidd er á Jóhönnu ÁR. Vel gekk að veiða hvalinn en hann er frekar stór af hrefnu að vera.

Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnuveiðimanna, sagði að þetta hafi verið jómfrúrferð Jóhönnu ÁR sem hrefnuveiðiskips. Menn hafi verið að prófa tæki og tól um borð og allt gengið að óskum. 

Gunnar áætlaði að af dýrinu komi vel á annað tonn af kjöti. Gunnar var ánægður með að geta staðið við loforð sem hann gaf kaupmanni um að koma með kjöt til hans á föstudagsmorgun.

Skipverjar á Jóhönnu ÁR sögðu Gunnari að mikið líf væri þar sem hrefnutarfurinn veiddist. Óvenju mikið væri þar af hnúfubak og höfrungi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert