Þrír bílar dregnir á brott

Langar bílaraðir mynduðust í Ártúnsbrekku.
Langar bílaraðir mynduðust í Ártúnsbrekku. mbl.is/Jón Pétur

Talsverðar tafir hafa verið á umferð í Ártúnsbrekku í Reykjavík nú síðdegis eftir að bíll valt þar. Að sögn lögreglu hafa þrír bílar verið dregnir á brott með kranabílum. Einn maður var fluttur á slysadeild til skoðunar en var ekki talinn alvarlega meiddur.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er talið, að bíll hafi rekist utan í annan bíl sem varð til þess að hann valt.

Nóg hefur verið að snúast hjá slökkviliðinu í dag. Það var kallað út vegna elds í ruslagámi, sem reyndist lítill, og vegna reykjarlyktar í stigagangi í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Ekki er vitað hvaðan lyktin barst.

Þá var slökkviliðið kallað út nú undir kvöld vegna elds í gasgrilli á svölum húss í Suðurhólum. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn með handslökkvitæki og skrúfuðu fyrir gasið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert