Heildsöluverð á sígarettukartoni 6.506 krónur

Tóbak hækkar í heildsölu frá ÁTVR um því sem næst 10% að meðaltali í kjölfar skattahækkana sem samþykktar voru á Alþingi í gærkvöldi. Eftir hækkun kostar karton af algengri sígarettutegund 6.506 krónur í heildsölu, skv. upplýsingum frá ÁTVR. Tíu pakkar eru í hverju kartoni.

Smásöluálagning á tóbaki er frjáls. Fyrir hækkun kostaði pakki af algengri sígarettutegund 730 krónur í smásölu en hækki verðið um 10% fer því upp í um það bil 800 krónur.

Önnur algeng tegund er sögð hafa kostað 690-780 krónur, mismunandi eftir sölustöðum, og enn önnur 750-795 krónur. Verð þeirra tegunda færi því vel yfir 800 krónur og yrði nær 900 kr. markinu, ef miðað er við 10% hækkun smásöluverðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert