Ósátt við auglýsingabækling

Bæklingurinn umdeildi.
Bæklingurinn umdeildi.

 „Þarna er verið að klámgera heila fagstétt, sem er með fjögurra ára háskólanám að baki,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), og vísar þar til auglýsingabæklingar fyrirtækisins Poulsens sem dreift hefur verið í öll hús á höfuðborgarsvæðinu.

Í samtali við mbl.is bendir Elsa á að myndirnar í bæklingnum séu myndir af  léttlæddri konu í búningi sem augljóslega eigi að vísa til hjúkrunarfræðinga.

„Því miður gerist það öðru hvoru að fyrirtæki birta auglýsingar eða gefa út bæklinga og telja sér til styrktar að birta myndir af léttklæddum konum í búningum og í stellingum og með tæki sem ekki verður skilið öðruvísi en að eigi að vísa til hjúkrunarfræðinga,“ segir Elsa og tekur fram að félagið hafi það fyrir venju að bregðast hratt og ákveðið við slíku. Sökum þessa hafi hún sent tölvupóst til félagsmanna Fíh þar sem hún óskaði eftir því að þeir sendu póst til forsvarsmanna Poulsens og mótmæltu þessum  auglýsingabæklingi fyrirtækisins. Þess má geta að alls eru tæplega 3.500 félagsmenn í Fíh, þar af eru 98% þeirra konur. 

„Við viljum gera fyrirtækjum það ljóst að þeir geta skaðað eigin ímynd og misst viðskipti út á þetta, miklu frekar en að fá viðskipti,“ segir Elsa. 

Að sögn Elsu hefur hún, auk þess að gera athugasemd við bæklinginn hjá framkvæmdastjóra fyrirtækisins, haft samband við Íslandspóst enda finnist sér óeðlilegt að ríkisfyrirtæki sjái um dreifingu á efni sem hafi beina vísun í klám, haft samband við forsvarsmenn þeirra tryggingafyrirtækja sem nafngreind eru í bæklingnum og kvartað undan bæklingnum hjá Jafnréttisstofu þar sem málið sé komið í farveg.

„Það er ekki hægt að skilja bæklinginn öðruvísi en sem svo en að tryggingafélögin fjögur hafi samþykkt eða styrkt útgáfu þessa bæklingsins, en eftir samtöl við forsvarsmenn tryggingafélaganna hef ég komist að því að sum tryggingafélaganna hafa ekki gefið samþykki sitt fyrir notkun á lógói þeirra í bæklingnum,“ segir Elsa.

Kvörtun kemur á óvart

„Þessi kvörtun kemur okkur á óvart og okkur finnst mjög leiðinlegt ef bæklingurinn hefur farið svona illa í þessa stétt,“  segir Ragnar Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen. Í samtali við mbl.is segist Ragnar hafa fullan skilning á sjónarmiðum formanns Fíh.

„Hún er náttúrlega bara að verja ímynd stéttarinnar. Þegar við gerðum þennan bækling vorum við meira að hugsa um ímynd bílsins enda þarf að hugsa vel um hann,“ segir Ragnar og bendir á að auglýsingin eigi sér tékkneska fyrirmynd. Leggur hann áherslu á að konan í bæklingnum sé ekki léttklædd og segist aðspurður ekki geta tekið undir það að myndirnar feli í sér klámvísun.

Að sögn Ragnars hefur fyrirtækinu enn sem komið er ekki borist margar kvartanir frá reiðum hjúkrunarfræðingum.  Spurður hvort fyrirtækið hyggist nota bæklinginn aftur svarar Ragnar því neitandi og tekur fram að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að reita heila starfsstétt til reiði og standa í deilum við ákveðna hópa í samfélaginu. „Við munum því ekki fara í svona herferð aftur.“ 

Tékkneska auglýsingin sem var innblástur starfsmanna Poulsen að sínum bæklingi.
Tékkneska auglýsingin sem var innblástur starfsmanna Poulsen að sínum bæklingi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bjóða dómsmálaráðherra 1.000 evrur fyrir afsögn

22:22 Ungir jafnaðarmenn bjóða Sigríði Á. Andersen 1000 evrur fyrir að segja af sér sem dómsmálaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu í kjölfar þess að kynnt hafa verið drög að því að umsækjendum um alþjóðlega vernd verði veittir styrkur ef þeir draga um­sókn­ir sín­ar til baka eða þeim verður synjað. Meira »

Nokkrum sinnum í nálægð við dauðann

21:48 Enski fjallamaðurinn Simon Yates heldur fyrirlestur í Bíó Paradís annað kvöld. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa á fjallinu Siula Grandi í Perú árið 1985 skorið á línuna sem tengdi hann við klifurfélaga sinn Joe Simpson og varð þeim þannig báðum til bjargar. Meira »

Áhuginn kviknaði alveg óvart

20:51 Ingeborg Andersen er 21 árs gömul og stundar nám í vestrænum grasalækningum við University of Westminster í London.  Meira »

Örlagaríkur rútusöngur

20:03 Hey balúba var eina lagið sem kom upp í huga handknattleiksmannsins Victors Berg Guðmundssonar þegar liðsfélagar hans í þýska liðinu HSG Siebengebirge-Thomasberg skoruðu á hann að syngja lag sem allir gætu sungið með. Meira »

Segir Ísland eftir á með grunnskólafrí

19:48 Frídagar grunnskólabarna eru 73 á hverju ári. Foreldrar sem eru í fullu starfi eiga rétt á að safna sér tveimur frídögum á mánuði og eiga því 24 frídaga á ári. Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, þriggja barna móðir, vakti athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Greiddu 1,4 milljónir í sekt

19:36 Hópur erlendra ferðamanna, sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á sunnudag og í friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið á mánudag, greiddi samtals 1,4 milljónir í sekt í dag. Meira »

Stefán Karl Stefánsson látinn

18:40 Leikarinn Stefán Karl Stefánsson er látinn eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, eig­in­kona Stef­áns Karls, grein­ir frá þessu á Face­book-síðu sinni. Meira »

Veitt dvalarleyfi vegna hvarfs fjölskylduföður

18:31 Kærunefnd útlendingamála veitti einstæðri móður og þremur börnum hennar frá Gana dvalarleyfi í gær á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Upphaflegri umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi var synjað en breyttar aðstæður eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars sl. urðu til þess að mál þeirra var endurupptekið. „Það hefði verið ómannúðlegt að senda þau úr landi miðað við aðstæður,“ segir lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

„Oft erfitt að tilkynna“

17:59 „Af öllum þessum #metoo-hópum sem stigu fram voru 17 frásagnir af nauðgunum. 9 af þeim voru frá íþróttum,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta. Hafdís var í starfshópi sem kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni í íþróttum. Meira »

„Við viljum auðvitað gera enn betur“

17:40 „Við verðum ekki sátt fyrr en við erum búin að fylla allar stöður og öll börn sem hafa fengið boð um vistun fái hana þannig að óvissu fyrir foreldrana sé eytt. Það er gott að sjá hvað er búið að manna mikið en við viljum auðvitað gera enn betur,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, um ráðningarmál skóla- og frístundastarfs borgarinnar sem kynnt voru í gær. Meira »

Kannast ekki við fölsun lögheimilis

17:09 „Við höfum ekki vitneskju um það og höfum ekki heldur fengið neinar ábendingar um slíkt,“ segir Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, um það hvort fölsun lögheimilis geti hugsanlega verið ástæða þess að margar umsóknir um leikskólapláss bárust sveitarfélaginu á síðustu stundu. Meira »

Mönnun skóla borgarinnar betri

17:07 Þrír grunnskólar og 33 leikskólar Reykjavíkurborgar eru fullmannaðir, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar til fjölmiðla. Þá eru um 13% þeirra barna sem sótt hafa um leikskólapláss haustið 2018 á biðlista. Þó hefur gengið nokkuð betur að manna stöður við leik- og grunnskóla en í fyrra. Meira »

Molnar úr vegna skorts á mýkingarefni

15:52 Mannleg mistök við blöndunina á efninu sem var notað við lagningu nýs slitlags á Suðurlandsvegi við Landvegamót um helgina urðu valdur þess að slitlagið á veginum fór að molna. Þetta segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur Vegagerðarinnar, í samtali við blaðamann mbl.is. Meira »

Réðst á eiganda sinn

15:37 Lögreglan í Vestmannaeyjum greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hún hafi verið kölluð að heimili í bænum á sunnudagskvöld, en þar hafði heimilishundur af tegundinni alaska malamute ráðist á húsbónda sinn. Meira »

Hægt að rekja og vakta hverja pakkningu

15:28 Með því að nota prentaðar rafrásir má gera fullkomna merkimiða sem nær ómögulegt er að falsa. Þessir snjöllu merkimiðar geta líka greint hitastig og geymt hvers kyns upplýsingar. Aka mætti heilu bretti í gegnum lesaragátt sem nær sambandi við hverja einustu pakkningu á augabragði. Meira »

Munu hafa öryggi iðkenda í 1. sæti

14:47 „Það er mjög áberandi á Íslandi hvað hlutfall þátttakenda í íþróttum er hátt. Það sem við erum að gera nær til svo stórs hóps,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Starfshópur kynnti í dag tillögur um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Meira »

Strætisvagnstjóri í síma undir stýri

14:28 Myndskeið náðist af strætisvagnstjóra í dag þar sem hann virðist vera að tala í síma undir stýri. „Þetta er náttúrulega stranglega bannað, þetta er lögbrot. Þegar við fáum svona ábendingar þá sendum við þær alltaf áfram á rétta aðila og þeir eru áminntir í starfi,“ segir upplýsingafulltrúi Strætó. Meira »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

13:40 Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

13:21 Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði afskipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Segir lögreglan að allir, fyrir utan einn, hafi verið til fyrirmyndar, eftir að hafa farið yfir reglur um skotveiðar, kannað skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn veiðimannanna. Meira »
Svarthvít axlabönd
Til sölu fyrsta ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvít axlabönd. Árituð og ástand...
MMC Outlander 2008 4x4 - 690 þ.kr. tilboðsverð
DIESEL 2.0l, 6 gíra bsk. ekinn 219 þ.km., dráttarkrókur, blönduð eyðsla 6,8 l/10...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...