Segir laun formanns VR ekki hafa lækkað um 35%

Gunnar Páll Pálsson, fyrrverandi formaður VR, segir það ekki rétt, sem komi fram á heimasíðu félagsins, að laun nýs formanns séu 35% lægri en laun fyrrverandi formanns.

„Samkvæmt launaseðlum voru laun mín hjá VR kr. 959.648 og bifreiðahlunnindi voru metin á kr. 145.086, sem gera samtals kr. 1.104.734 og því er launalækkunin eitthvað lægri en 35%.
 
Það er nóg búið að ganga á og því er óheppilegt ef ónákvæmar upplýsingar verða til að magna elda innan félagsins," segir í yfirlýsingu frá Gunnari Páli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert