Öll óvissa á kostnað Íslendinga

Bjarni Benediktsson segir áhættuna vegna Icesave alla Íslands megin.
Bjarni Benediktsson segir áhættuna vegna Icesave alla Íslands megin. Ómar Óskarsson

„Ég er á engan hátt ánægður með þetta samkomulag þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að stjórnvöld eru í talsvert þröngri stöðu," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins um samninginn sem gerður hefur verið vegna Icesave deilunnar.

„Ríkið er að taka yfir þessar skuldbindingar og öll óvissa sem er um virði þeirra eigna sem við höfum til ráðstöfunar upp í skuldina er á kostnað Íslendinga."

En var ekki ákveðið í haust að við myndum taka yfir þessar skuldbindingar?

„Það hefur alltaf verið leiðarljós í þessum viðræðum að það væri skynsamlegt að reyna að leita pólitískrar lausnar. Það var alveg skýrt við meðferð málsins í þinginu að til þess að við gætum fallist á einhverja niðurstöðu í þeim viðræðum þyrfti að taka ríkt tillit til aðstæðna á Íslandi. Það gera menn með því að hafa endurgreiðslutímann mjög langan, með því að hafa vextina einstaklega lága og með því að tryggja að óvissuþættir eins og framvinda um virði eignanna lendi ekki allir hjá öðrum samningsaðilanum."

Hann segir einnig hættulegt að árleg greiðslubyrði Íslendinga vegna skuldbindinganna geti farið fram úr því sem þeir ráða við. „Maður hefði því viljað sjá þak á mögulega greiðslubyrði okkar á ári. Eins hefði maður viljað fá samningsaðila okkar til að taka við eignunum sem greiðslu fyrir skuldbindingunni svo óvissu um hvað framtíðina varðar væri eytt. En það er ákveðið að halda óvissunni inni og öll neikvæð þróun mun verða á okkar kostnað."

Bjarni segir það einungis gálgafrest að samkomulagið geri ráð fyrir að ekki þurfi að byrja að greiða af láninu fyrr en eftir sjö ár. „Á meðan hlaðast vextirnir upp á skuldbindingunni," segir hann. „Og það er rangt að segja að það séu engar greiðslur vegna þess að allar eignir Landsbankans standa til tryggingar greiðslunum fyrstu sjö árin, allar eignir Landsbankans sem losna og eru til útgreiðslu verða notaðar á þessu sjö ára tímabili."

Þá bendir hann á að talsverður munur sé á vöxtunum sem skuldbindingar ríkisins bera og meðaltalsvöxtum á lánasafni Landsbankans. „Jafnvel þótt eignir Landsbankans standi að fullu undir skuldbindingunum þá mun mikil skuldbinding lenda engu að síður á íslenska ríkinu vegna þess að við erum að samþykkja að borga hærri vexti en þetta eignasafn ber. það er ekki með nema rúma 3% vexti að meðaltali meðan við erum að samþykkja að taka 5,55% vexti."

mbl.is

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
Merkjaföt og fl föt á gjafverði.
Til sölu geggjuð flott föt á gjafaverði, lítið sem ekkert notuð í í M-L size. . ...
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...