Setti Íslandsmet í 100 km hlaupi

Sigurjóni hjálpað við að skipta um sokka þegar langt er …
Sigurjóni hjálpað við að skipta um sokka þegar langt er liðið á hlaupið.

Félag 100 km hlaupara stóð fyrir 100 km hlaupi í Fossvoginum í dag í glampandi sól og blíðviðri. Hlaupið hófst kl. 7 í morgun. Hlaupnir voru tíu 10 km hringir inn í Bryggjuhverfið og út í Fossvoginn.

Sigurvegari í hlaupinu var Sigurjón Sigurbjörnsson sem lauk hlaupi á 8 klukkustundum, 23 mínútum og 45 sekúndum. Þar með setti hann nýtt Íslandsmet en gamla Íslandsmetið var 8 stundir og 43 mínútur en það átti Ágúst Kvaran.

Að sögn skipuleggjanda var góð stemning í hlaupinu enda allar aðstæður eins og best verður á kosið.  Þetta er í annað sinn sem 100 km hlaup er haldið á Íslandi. Nokkur forföll urðu meðal hlaupara sem höfðu tilkynnt sig til leiks þannig að þátttaka varð minni en ætlað var. Alls hafa nú um 30 Íslendingar lokið 100 km hlaupi eða lengri vegalengdum.

Sigurjón Sigurbjörnsson með verðlaunin.
Sigurjón Sigurbjörnsson með verðlaunin.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert