Viðræður um Rússalánið hefjast

Óljóst er um upphæð lánsins.
Óljóst er um upphæð lánsins. Reuters

Viðræður um lán Rússa til Íslendinga hefjast í næstu viku í Rússlandi, að því er Reuters fréttastofan hefur eftir Dmitrí Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Í framhaldi mun rússneska fjármálaráðuneytið kynna tillögur fyrir rússnesku ríkisstjórninni um það hvort lána eigi Íslendingum fé eða ekki.

Pankin vildi þó ekki segja um hversu háa lánsfjárhæð væri að ræða. Í haust var rætt um fjögurra milljarða evra lán en síðar lækkaði sú upphæð umtalsvert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert